Hreinsa svæðið í kringum Krónuna og Gullhamra

Hreinsa svæðið í kringum Krónuna og Gullhamra

Svæðið við Krónuna og Gullhamra er yfirleitt alltaf fullt af rusli, bæði sem fýkur frá versluninni og frá viðskiptavinum svæðisins. Skipta þarf út grasi í brekkunni þar sem að það vex ekki fyrir rusli. Þyrfti mögulega að girða af ruslagámana eða rusla/lagersvæðið hjá Krónunni til þess að koma í veg fyrir að rusl fjúki þaðan.

Points

Þetta er eitt fyrsta svæðið sem sést þegar keyrt er inn i í hverfið og það er afar subbulegt. Eins er vont að rusl frá þessu svæði fjúki um nærliggjandi svæði. Það er ekki eins mikið rusl í kringum Húsasmiðjuna og KFC sem sýnir að ef gengið er almennilega frá þá er hægt að halda þessu snyrtilegu.

Er þetta ekki svæði sem rekstraraðilar á svæðinu ættu að sjá sóma sinn í að hreinsa? Lengi vel hefur svæðið í kringum Gullhamra verið afspyrnu illa hirt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information