Útigrill svæði austanmegin í Laugardal

Útigrill svæði austanmegin í Laugardal

Það væri gaman að koma fyrir útigrill svæði með leikvelli á grasbölunum norðan við fjölskyldugarðinn (við hlið grasagarðar). Frábært svæði fyrir fólk í hverfinu til að hittast á góðum degi og skella í gott grill í lok dags.

Points

Álíka svæði er á Klambratúni og er vel nýtt yfir sumarmánuðina. Þetta er einföld leið til að hóa fólki saman eftir vinnu yfir sumarmánuðina, láta krakkana sprikkla af sér hornin og smella í sig pulsu að borgara

Mikið var ég glöð að sjá þessa hugmynd hér inni! Útigrillsvæði eykur notagildi dalsins og er tilvalinn vettvangur fyrir nágranna að eiga góða stund saman. Allt bætir þetta hverfisbraginn.

Góð hugmynd. Hafa líka borð og bekki.

Já vonandi tekst okkur einhverntíma að ná þessu í gegn. Þetta er svo tilvalið. Eykur samveru og samkennd að borða saman. Einmitt fordæmi fyrir þessu á Klambratúni og í Hljómskálagarðinum.

Það sárvantar ókeypis piknikk aðstöðu í dalinn. Aðstaðan í fjölskyldugarðinum er frábær en kostnaðarsöm og háð opnunartímum garðsins. Útigrillaðstaða með borðum og bekkjum gæti nýst skólum, leikskólum, íþróttafélögum en síðast en ekki síst íbúum dalsins og borgarinnar allrar.

Væri upplagt að hafa Fjölskyldugarðinn opinn og gjaldfrjálsan austan megin, þar eru leiktæki og grillaðstaða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information