Leið 5 þjónusti áfram um helgar

Leið 5 þjónusti áfram um helgar

Leið 5 þjónusti áfram um helgar

Points

Mér finnst nú mjög óþægilegt að nota strætó á helgartíma, eftir að leið 5 hættir að þjónusta um helgar. Ef ég fer t.d. niðrí kringlu, þarf ég að fara með leið 19 frá Hraunsás og út í gerði til að ná leið 6 til að komast uppí Kringlu, en ef ég fer t.d. niðrí Smáralind, þarf ég að fara með leið 19 frá Hraunsás og út í Ártúni og bíða þar í 26 mínútur eftir leið 24. Þetta gengur ekki.

Ég vil líka benda á að leið 19 sem þjónar Árbæjarhverfi um kvöld og helgar er venjulega og reyndar samkvæmt áætlun nýfarin framhjá Ártúni á leið uppí Árbæ þegar leið 6 og leið 15 koma þangað neðan úr bæ, sem þýðir þá að þú þarft að bíða þar í tæpan hálftíma eftir næsta vagni. Það væri mun hentugara að leið 5 sinnti Árbæjarhverfi um kvöld og helgar og væri samstillt leiðum 6 og 15 ef ekki kemur til greina að hafa bæði 19 og 5 í gangi í einu. Þótt ég búi sjálf á hentugum stað fyrir báðar leiðir þá hef ég veitt því eftirtekt hvað stoppistöðvar leiðar 19 eru fjarri íbúabyggð í neðri hluta hverfis en þar þurfa íbúar að fara upp að Árbæjarskóla, að Bæjarbraut eða niður í verksmiðjuhverfi nálægt Mjólkursamsölunni til að taka strætó um kvöld og helgar. Þjónustustig Strætó í Árbæ er mjög slakt.

Nákvæmlega, og ég tala nú ekki um að fólk sem býr t.d. í götum og nálægt götum þar sem leið 5 stoppar, það gæti þurft að labba dálitla leið til að taka strætó um kvöld og helgar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information