Göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina
Góð hugmynd en enn betra væri að þrengja að umferðinni til að hægja á henni og setja örugg gönguljós. T.d. eins og gönguljósin við Klambratún eða MH við Miklubraut
https://www.visir.is/g/20222327090d/hjolreidamadur-ekinn-nidur-vid-kringlumyrarbraut?fbclid=IwAR01M_anhJHlzvN18XRNhTTkNAin_sLKzQ0BnQd1jPTjhpsnq5H4Z9wxIEk
Góð hugmynd. Göng undir kringlumýrabrautinna væri kannski líka möguleiki. En einhver þægilegri og örrugri leið þar yfir fyrir gangandi og hjólandi væri frábært
Göngubrúin myndi tengja betur þessi borgarhverfi. Brúin eykur líka öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda.
Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á þessum stað mundi tryggja ungum sem öldruðum gangandi og eða hjólandi algert öryggi við að komast yfir þessa umferðarþungu braut. Í dag er brautin stórhættuleg gangandi fólki og þá sérstaklega börnum sem þurfa að fara þarna yfir. Gönguljósin á gatnamótunum eru einnig beygjuljós fyrir bílaumferð og því stórhættuleg ungum vegfarendum.
Þetta er samúðar tillaga en að byggja göngubrú er eins og að setja plástur á þegar handleggurinn hefur verið skorinn af. Þessi fáránlega þjóðvegur mun enn vera þarna og skera hverfið í sundur. Af hverju eru það alltaf manneskjur sem þurfa að hreyfa sig svo þeir verði ekki drepnir af bílum? Af hverju ekki að flytja bílana?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation