Svæðið milli Vesturbergs og Bakka

Svæðið milli Vesturbergs og Bakka

Yndislegt og fallegt útivistarsvæði sem mikið er notað af okkur íbúum. Það er hins vegar almennt viðhorf að það þarf að grisja trén (sem mörg hver eru orðin skemmd vegna of lítils bils á milli þeirra í byrjun (gróðursetningu) sem og lækka þau hæstu því þau skyggja á allt útsýni, þar sem íbúar kvarta mikið yfir því. (Má nefna að íbúar í hólunum tóku málin í sínar hendur og lækkuð tré sjálf sem er bagalegt). Eins mætti setja upp skilti þarna sem sýnir að lausaganga hunda sé óheimil.

Points

Hræðilegt að ganga um þetta svæði og sjá hvernig eyðilegging er á trjám sem eru gróðursett of nálægt hvert öðru. Við sem kaupum hér hús með útsýni höfum misst það að miklu leyti vegna alltof hárra trjáa (sérstaklega grenitrjáa. Væri sök sér ef þeim væri fækkað og lægri tré gróðursett inná milli. Rök á móti lausagöngu hunda þart ekki að setja hér þar sem hún er ólögleg og þar með með öllu óviðunandi.

Maður fellir ekki tré til að fá eitthvað útsýni. fer heldur út að ganga, En það á að grisja þarna og hefði þurft fyrir nokkrum árum og taka brótnar greinar og gera þessa fallegu brekku að enn betri stað en nú er

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/8984

Það má ekki alltaf taka ofan af trjám. Það eyðileggur tréin, en þau visna. Annars er ég mjög sammála því að þarna þyrfti að grisja.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information