Menningarhús Grafarholts

Menningarhús Grafarholts

Sem íbúi og foreldri í Grafaholti þá þykir mig sárlega vanta samkomustað fyrir íbúa hverfisins. Menningar og félagslíf hverfisins lítið sem ekkert. Opnun menningarhús Grafarholts er lausn við því. Fjölskylduvænn staður þar sem fólk á öllum aldri getur kynnst öðrum íbúum hverfisins. Íbúar geta fengið sér kaffisopa, lesið bækur, prjónað og jafnvel spilað spil. Nýjir íbúar kynnast þeim eldri og saman skapað góðan hverfisanda. Autt húsnæði Kirkjustéttar 2-6 er tilvalið fyrir þess konar húsnæði.

Points

Þetta segir sig sjálft. Af öllum mögulegum ástæðum.

Fyrir nýja íbúa þá er það sláandi hversu félags og meningarlíf hverfisins er lítið. Hvar er það eiginlega sem að fólk á að geta komið saman og skapað menning þegar ekkert húsnæði er fyrir því. Foreldrar sem eru heima með ung börn geta komið saman og hitt aðra í sömu sporum. Börn og unglingar geta unnið að áhuga málum sínum. Ég og ábyggilega margir aðrir myndum vilja sjá félagsanda hverfisins verða mun sterkari. Glaðir íbuar eru skemtilegri íbúar og þeim gengur betur í starfi og námi.

Því miður get ég nú ekki verið sammála. Nú fara að vera kominn 12 ár síðan ég fluttist í hverfið og hef komið að ýmsu hér td. íbúasamtökunun, stofnun Lions klúbbs og fl. en því miður þá virðist það vera að íbúar hér í hverfinu vilja bara vera þiggjendur, en ekki þáttakendur. En nú á að koma menningarsetur niður í dal þegar borgin loksins klárar sameiginlegt hús Dalskóla, sundlaugar, bókasafns og Fram. Þannig að vonandi nær það að blómstra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information