Betri og rökréttari leiðir og stígar um Klambratún

Betri og rökréttari leiðir og stígar um Klambratún

Stígakerfi á Klambratúni þarf að bæta þannig að það tengi betur leiðir inn á og út af túninu. Sem stendur er góð tenging þvert yfir túnið milli Miklubrautar og Flókagötu, og sömuleiðis frá horni Flókagötu og Rauðarárstígs að horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Hins vegar er afleit tenging á fjölfarinni leið frá horni Rauðarárstígs og Miklubrautar að horni Flókagötu og Lönguhlíðar, líkt og stígur í grasinu ber vott um. Nauðsynlegt er að stígakerfið endurspegli fjölfarnar leiðir um túnið.

Points

Nauðsynlegt er að stígakerfið endurspegli fjölfarnar leiðir um túnið til að auðvelda þeim, er velja að fara um túnið frekar en nálægar umferðagötur, að komast leiðar sinnar. Rökrétt stígakerfi kemur auk þess í veg fyrir að grasið sé troðið niður þar sem fólk vill ganga eða hjóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information