Tröppur upp Vatnshólinn við Háteigsveg

Tröppur upp Vatnshólinn við Háteigsveg

Að lagðar verði járntröppur eða tréþrep upp Vatnshólinn aftanverðan með handriði á þeirri hlið sem snýr að Tækniskólanum, þar sem hurðirnar eru inn í hólinn. Tröppurnar yrðu staðsettar svo að ásýnd hólsins breytist ekki frá Háteigsvegi eða Vatnsholti. En tröppurnar munu nýtast öllum, hverfisbúum, börnum að sumri sem vetri, ferðamönnum og borgarbúum öllum. Svo ég tali nú ekki um áramótin þegar hverfið safnast saman uppi á hólnum. Eins og hóllinn er núna er þarna bara hrein og klár slysagildra.

Points

Hóllinn er slysagildra í dag. Tröppur myndu draga úr slysum. Vatnshólinn er fjölsóttur af börnum, fullorðnum og ferðamönnum. Fólk og börn reyna að staulast upp brattann og renna svo niður þegar í hálfan hólinn er komið. Ferðamenn koma hér í ríkum mæli, en frá hólnum er gott útsýni yfir borgina. Á veturna renna börn sér niður hólinn á sleðum en eiga erfitt með að komast upp. Á sumrin er hóllinn uppspretta nýrra ævintýra hjá börnunum í hvert sinn sem þau heimsækja hann. Tröppur geta fækkað slysum

Það væri algjör snilld að fá tröppur þarna upp, bæði til að auka öryggi en ekki síst til að hvetja fólk til að fara þarna upp til þess að njóta útsýnisins. Það myndi líka koma í veg fyrir að umhverfið verði fyrir hnjaski og að leiðin upp / niður verði að moldarflagi. Fólk mun alltaf finna sér leið upp, betra að sú leið sé örugg og falleg. Mér líst vel á þessa töllögu :)

Frábær hugmynd í grunninn sem bæta mæti, ég vildi sjá tröppur upp Vantsholtsmeginn til að auðvelda aðgengi að hólnum á veturna. Þarna er alveg fyrirtaks sleðabrekka og oft mikið líf á veturna en brattinn og erfitt aðgengi upp á hólinn er mjög hamlandi. Til að auka öryggi mætti einnig setja upp grindverk meðfram Háteigsvegi. Erum þarna með lítin grænan blett sem mætti nýta mun betur allan ársins hring. Síðan er spurning hvort Veiturnar sem eiga tankinn taki þátt í verkefninu

Alveg óskiljanlegt að þegar geymirinn var síðast lagfærður þá var sléttaður út stígur sem lá á þessum stað. Það eru margir sem vilja njóta útsýnis frá geyminum. Þarna er t.d. margt folk um áramót og þá er aldeilis þörf á góðum þrepum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information