Skólalóð Ingunnarskóla

Skólalóð Ingunnarskóla

Lóð Ingunnarskóla minnir á autt bílastæðaplan. Á lóðina vantar sárlega tæki til að styrkja nemendur skólans á sviðum hreyfingar, samstarfs og sköpunar. Fyrir börnin þá er leikvöllurinn meira en eingungis geysluhólf, hérna fá þau tækifæri til að þróa og þroska hæfileika sína í samvinnu með jafningjum sínum. Það er allskonar skemmtilegt hægt að gera fyrir alla. Skólalóðin rétt eins og skólastofan á að vera staður þar sem börnin læra. Ekki þarf að leita langt til að finna sniðugar lausnir.

Points

Menntamálaráðuneytið segir: 5. gr. Lágmarksaðstaða. "afmörkuð og skipulögð skólalóð sem gefur fjölbreytt tækifæri til leikja og annarrar útivistar." Skólalóð Ingunnarskóla býður ekki upp á fjölbreytilegar leiðir til leiks. Í samburði við skólalóð Sæmundarskóla þá er lóðin hreinlega hundleiðinleg. Sonur minn nemandi í fyrsta bekk er þessu algjörlega sammála. Hann segir að krakkarnir vilji fleiri leiktæki. Barn sem finnst skemmtilegt í skólanum er mun líklegra til að hafa gaman af náminu.

eg get ekki vorkennt ykkur það er eiginlega ekki skolalóð hjá dalskola nema 4 vegasölt 2 rolur og einn körfuboltavöllur litill og battavöllur sem er eina sem krakkar vilja nota

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information