Suður Mjódd

Suður Mjódd

Deiliskipulagið fyrir Suður Mjódd hljómaði upphaflega þannig að þar átti að vera íþróttasvæði eingöngu. Deiliskipulaginu hefur verið breytt amk einu sinni og alltaf þrengir að íþróttunum. Ég vil hvetja borgarstjóra og stjórn borgarinnar að standa við sitt og bæta aðstöðu barna til íþróttaiðkunnar í Breiðholti, og koma upp íþróttahúsi, fimleikahúsi og almennilegri aðstöðu til íþróttaiðkunar í Suður Mjódd í Breiðholti

Points

Að borgaryfirvöld standi við upphaflegt deiliskipulag fyrir Suður Mjódd

Að borgin sýni það eitt skipt fyrir öll að hún ætli að standa með okkur í að efla íþróttaiðkun í hverfinu. Ekki bara að tala um að í Breiðholti sé ein versta þátttaka barna í höfuðborgarsvæðinu - þetta hefur líka mikið með aðstöðuna að gera.

Fjölmennasta hverfi borgarinnar getur sannarlega nýtt sér aukna íþróttaaðstöðu, ekki spurning um að þetta sé alveg málið!

Íþróttaaðstaðan í Suður Mjódd er borginni til skammar. Standið við gerða samninga og hefjum strax uppbyggingu svæðisins. Þetta skiptir alla íbúa Breiðholts miklu máli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information