Blak og tennisvöllur í Bökkunum - endurnýjun

Blak og tennisvöllur í Bökkunum - endurnýjun

Inn á milli blokkanna í neðra Breiðholti, nánar tiltekið milli Kóngs-, Leiru- og Maríubakka er malbikað leiksvæði. Hluti þess er afgirtur völlur sem í dag er lítt nýttur. Þarna væri tilvalið að útbúa blak- og eða tennisvöll , vantar bara netið á milli stanga sem fyrir eru, sléttun á vellinum og eitthvað mætti dytta að girðingunni. Það þyrfti varla að kosta mikið en gæti gefið þeim mun meira. Fjölgum útivistarmöguleikum innan hverfisins og stuðlum að uppbyggilegri samveru.

Points

Það er um að gera að nýta þann grunn sem fyrir er innan hverfis og gefa íbúum færi á að iðka sem fjölbreyttasta útiveru "í túninu heima". Völlurinn er til staðar, þar eru stangir og girðing en vantar bara net og eilítið viðhald. Aðgangur að opnu svæði þar sem íbúar geta komið saman í leik er vel til þess fallinn að efla samheldni og hverfisanda. Jafnframt hlýtur að vera af hinu góða að gefa fjölskyldum kost á fjölbreyttri tómstundaiðkun í göngufæri við heimili sín.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/8980

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information