Ganga varanlega og fallega frá lokun við Rauðalæk

Ganga varanlega og fallega frá lokun við Rauðalæk

Lagt er til að lokunin um Rauðalækinn miðjan verði gerð varanleg og snyrtilega frá henni gengið, gjarnan með blómakerjum eða öðru fegrandi. Eins og stendur eru þarna steyptar blokkir sem eru lítið augnayndi.

Points

Lokunin á miðjum Rauðalæk hefur gert götuna margfalt öruggari og rólegri fyrir alla íbúa, þó sérstaklega börn á leikskóla- og grunnskólaaldri og losað okkur sem hér búum við mikinn og mjög hvimleiðan hjáleiðarakstur. Eftir langan og farsælan "reynslutíma" er orðið tímabært að ganga fallega og snyrtilega frá þessu, með varanlegum hætti.

Ekki veit ég hvers vegna þetta var sett niður sem tilraun á sínum tíma, en okkur var sagt að þetta væri tilraun og niðurstöður kynntar síðar. Ekkert hefur komið enn. En ef þið viljið endilega hafa þessa lokun eruð þið til í að flytja hana niður fyrir Bugðulæk á móts við númer 25.

Ég er frekar nýr íbúi við götuna og þekki því ekki hvernig umferðarmenningin við götuna var áður en henni var lokað. Mér finnst synd að það þurfi að loka þessari fallegu götu á þennan hátt. Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og langar að vita hvort að ekki séu til aðrar leiðir til að ná niður umferðarhraða í götunni? Til dæmis þrengingar og/eða hraðahindranir? Var kannski búið að prófa þetta allt áður en gatan var lokuð?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information