Hundagerði

Hundagerði

Það er mikið af hundaeigendum í Grafarholtinu. Okkar vantar gerði þar sem hundar og eigendur geta hist og skemmt sér saman. Gerðið gæti td verið á svæði við Reynisvatn, á svæði sem Reykjavíkurborg er búið að skipuleggja. Íbúar Grafarholts vilja halda í þetta svæði sem útivistarsvæði.

Points

Útivist og ánægja

Það er hundagerði á Geirsnefi

Hundagerði gæti bætt hundamenninguna í hverfinu, Reynisvatn er óheppilegur staður vegna fuglalífs, fiska og fólk sem vill geta farið í göngutúra án þess að vera innan up lausa hunda, velja frekar opnari svæði t.d. sléttan við hliðina á Reynisvatnsvegi

Það er mikill fjöldi hunda í Grafarholtinu og þörf er á viðurkenndri aðstöðu fyrir fólk með hunda. Hundagerði í hverfinu yrði sannarlega kærkomið en til þess að slík aðstaða nýtist sem best er mikilvægt að hún sé nokkuð miðsvæðis í hverfinu og í göngufæri fyrir sem flesta. Það ýtir jafnframt undir aukna útiveru og hreyfingu á meðal hundaeigenda sem jafnframt stuðlar að bættu mannlífi innan hverfisins og almennri lýðheilsu íbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information