Heitavatns-gosbrunnur

Heitavatns-gosbrunnur

Gosbrunnur eða bara tjörn með heitu vatni. Til að fara í fótabað, til að horfa á gufuna stíga til himins. Eins og "Kerið" úti á Granda, bara stærra. Kannski niður við sjó, með útsýni út á sundin.

Points

Skemmtilegt. óvenjulegt. Nýtir auðlindi okkar, heita vatnið. Fyrir fólk með börn, fyrir barnlaust fólk, fyrir elskendur, fyrir einmanna, fyrir eldra fólk, fyrir yngra fólk, fyrir ferðafólk fyrir heimafólk.

Dásamleg hugmynd fyrir fólk á öllum aldri, öllum litum og trúarbrögðum. :) Grasagarðurinn má líka vera inni myndinni.

Það væri snilld að fá þetta á Klambratún/Miklatún

Gosbrunnurinn myndi marka kaflaskil. Frábær hugmynd.

Það þarf endilega að fjölga skemmtilegum gosbrunnum og vatnslistaverkum í Reykjavík. Heitur gosbrunnur er líka alveg í anda nafns borgarinnar!

Fegrar og eflir mannlífið. Vatn eykur vellíðan. Íslendingar eru svo heppnir að eiga nóg af heitu vatni, sem við eigum að njóta sem mest og best. Aðsókn ferðamanna og okkar íslendinga sjálfra í okkar mörgu og frábæru sundlaugar sýnir og sannar að þessi viðbót mun vekja mikla lukku og vera mikið notuð til ánægju og yndisauka.

Svona gosbrunnur eykur lífsgæði fólks á öllum aldri. Frábært tækifæri til að njóta útiveru og samveru.

Myndi klárlega gera mér oftar ferð til Reykjavíkur á góðviðrisdögum með ungana mina og leyfa þeim að njóta.

Snilldar hugmynd í alla staði.... :)

Frábær hugmynd. Við þurfum svona staði í borgarlandslaginu þar sem fólk ( sem þekkist eða þekkist ekki neitt )hittist og er með hvert öðru í nálægð, skiptist á skoðunum og slakar á.

Snilld að fá þetta á Klambratún

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information