Hringtorg við Höfðabakka / Vesturhóla

Hringtorg við Höfðabakka / Vesturhóla

Íbúar Bakkahverfis í Reykjavík eiga stundum erindi í Árbæjarhverfið en það er bannað að beygja til vinstri þegar komið er frá Fálkabakka yfir á Höfðabakka. Margir hafa þá tekið U-beyju við gatnamótin Höfðabakka /Vesturhóla. Þessi u-beygja er hættuleg en einhvern veginn þurfum við íbúar Bakkahverfis að komast leiðar okkar í Árbæinn og því væri tilvalið að hafa hringtorg við þessi gatnamót (eða til vara hringtorg við Fálkabakka/Höfðabakka).

Points

Hringtorg kemur í veg fyrir hættulega u-beygju þegar fólk fer frá Bökkunum yfir í Árbæjarhverfi

Mér finnst sjálfsagt að skoða þessi mál betur, en ég er iðulega á ferli milli Árbæjar og Bakkanna og finnst lítið mál að keyra bara niðurfyrir Bakkana, Stekkjarbakkann framhjá Garðheimum og áfram eftir Stekkjarbakkanum upp úr. Ósköp greið leið þar.

Smá viðbót... ég hefði haldið að flestir færu almennt leiðina sem ég lýsi eða þá upp Breiðholtsbrautina, framhjá Ögurhvarfi og upp í Seláshverfi. Ég er ekki viss um að það hefði jákvæð áhrif að hleypa allri umferð milli Bakka og Árbæjar upp Fálkabakkann. Þar stendur leikskóli sem nú þegar er aðþrengdur þegar litið er til aðgengis og umferðar.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9007

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information