Opin svæði í útrýmingahættu

Opin svæði í útrýmingahættu

Ný hverfi hafa oft þann kost að það er nóg af plássi til að leika sér því það er ekki búið að byggja á öllum reytum, þegar hverfi eru orðin fullbyggð þarf auðvitað að nýta þau svæði sem voru í skipulaginu. Í Norðlingaholti er áætlað að byggja hús í "móa" sem staðsettur er í miðju íbúðahverfi og ekki er augljóst pláss fyrir stórt hús á þessum reit. Hvernig væri að gera ekki neitt eða mögulega viðhalda þessu opna svæði með smá gróðri eða mögulega matjurtum. Börn leika mikið þarna í dag.

Points

Það er nóg pláss í útjaðri hverfisins fyrir hús þó svo að skipulagið segi að það sé fyrir léttan iðnað. Það er mjög eftitt að endurheimta opin svæði í grónum hverfum þar sem fólk getur bara chillað og leyft krökkum að leika án þess að það þurfi einhver leiktæki eða slíkt.

Slá þessu saman með tillögunum "Hreinsa svæðið fyrir framan Hestavað" & "Leiksvæði fyrir yngri börn í Norðlingaholt" Einstaklega hagkvæmt í ljósi þess að það er mest megnis yngri börn sem leika sér þarna í dag. Sjá: https://betrireykjavik.is/#!/post/7386 https://betrireykjavik.is/#!/post/7053

Synd að það eigi að taka þetta svæði frá krökkunum. Það vantar opið leiksvæði fyrir krakkana á þesum stað í hverfinu.

Til að svara Þór, þá á að rísa þarna sambýli fyrir fatlaða, slíku húsnæði fylgir óneitanlega umferð starfsmanna, ættingja & þjónustuaðila. Ég sé því miður ekki hvernig það bætir það að búa í hverfinu að auka umferðina inn í hverfið, akkúrat á því svæði sem öll börn úr Hesta/Hóla/Hólmvaði labba/hjóla í og úr skólanum.

Svo sammála, lagði þetta til sjálfur fyrir 2-3 árum, en finn því miður ekki tillöguna aftur. Myndi mikið frekar vilja sjá þennan létta iðnað hinu megin við Hestavað 5-7 (hliðina á Bros) og halda áfram að leyfa krökkunum að grúska þarna. Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem gera foreldrum í fjórum götum í einu kleift að fylgjast með börnunum sínum að leik, í skjóli fyrir veðri og umferð.

Mér sýnist þessi tillaga vera byggð á misskilningi. http://hverfisskipulag.is/wp-content/uploads/2015/03/arbar_verklysing_24-04-2015.pdf Bls.9 "Mynd 2". Svæðið sem um ræðir er merkt sem "samfélagsleg þjónusta". Á hinum reitnum ( við Reiðvað ) er leikskóli. Átti ekki að rísa eitthvað eins og heilsugæsla eða bókasafn á þessum reit? Það er amk. enginn iðnaður eða íbúðir sem fara þangað - í besta og versta falli kemur þarna eitthvað sem bætir það að búa í hverfinu.

Til að svara Hirti Loga, þá myndi þetta auka umferðina um hringtorgin og meðfram Kambavaði að einhverju leyti en annað að frekar litlu. Hinu megin í NH er leikskóli með meiri umferð og það er þó ekki truflun. Krafan um vernd "græns svæðis" fellur um sjálfa sig þar sem þetta er ekki skilgreint sem grænt svæði í skipulagi - en hinu megin við götuna er risastórt grænt svæði sem ER merkt grænt (milli Hólavaðs og Móvaðs). Öryggi barna úr téðum götum mætti bæta með gangbrautarljósum handan gatnamóta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information