Þrífa Vesturbæinn

Þrífa Vesturbæinn

Sópa götur og gangstéttir. Losa sorp með eðlilegu millibili svo hverfið líti ekki út eins og fátækrahverfi í Rio.

Points

Borgin er að verða alger viðbjóður útlits.

Það er gleðilegt að búa hér í Vesturbænum þar sem mann-lífið er skemmtilegt og margt hægt að gera. Borgin okkar er falleg og það er okkar íbúanna að ganga vel um og hirða upp drasl sem stingur í augum. Gerum fallega borg - enn fallegri.

Sandur vetrarins er enn á stígum, gangstéttum og sundum um allan vesturbæ. Það hefur slysahættu í för með sér núna þegar hjólaumferð hefur aukist til mikilla muna. Hjólreiðafólk rennur til í sandinum sem liggur yfir stígum, gangstéttum og sundum milli húsa.

Sandurinn á götunum og gangstéttunum getur valdið skemmdum á bílum og slysahættu fyrir hjólreiðamenn, auk þess sem það er mikið lýti á hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information