Göngu/reiðstíg meðfram Úlfarsfellsvegi
Meðfram Úlfarsfelli er skelfilegur malarvegur með 70 km lítilsvirtum hámarkshraða og mörgum blindum punktum. Þessum vegi deila m.a. bifreiðar, mótorkross- og fjórhjól, gangandi, skokkandi og hjólandi vegfarendur auk hestamanna. Engin lýsing eða vegastikur eru á veginum og því myrkrið algjört yfir vetrartímann. Þá er ekkert sem gefur til kynna að þarna sé búseta og börn að leik. Það myndi auka útivistargleði og öryggi allra ef þarna yrði afmarkaður stígur fyrir mýkri umferð, nóg er plássið!
Aljörlega nauðsynlegt - það er ekki hægt að stunda útivist á veginum sökum umferðar. Hvort sem maður vill fara þar um á hestbaki í fallegu umhverfi, á hjóli eða á tveimur jafnfljótum. Börn búa einnig við þennan veg og þurfa að ganga hann til að komast niður í hverfið þar sem skólinn og leikfélagarnir eru. Það er ekki hægt að bjóða þeim upp á að ganga þarna - enda bara tímaspursmál hvenær það verður slys!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation