Hundagerði í Gufunesi

Hundagerði í Gufunesi

Í grafarvoginum eru margir hundaeigendur og afgirt hundagerði er það sem vantar í hverfið. Hundasvæðið sem er í grafarvogi er geldingarnes og það er opið svæði og margir hundaeigendur sem eiga t.d. smáhunda treysta því ekki að sleppa þeim lausum á svona opnu svæði, það væri frábært að fá afgirt hundasvæði svo hundaeigendur geta verið öruggir þegar þeir sleppa hundunum sínum lausum. Svipuð gerði eru í breiðholti, laugardalnum og hjá BSÍ í miðbænum, slíkt gerði væri frábært að fá í grafarvoginn.

Points

Þetta gerði yrði kærkomið fyrir þá mörgu hundaeigendur sem búa í grafarvogi og vilja geta hleypt hundum sínum lausum í afgirtu gerði þar sem þeir eru öruggir því opin hundasvæði henta ekki öllum hundum og geta hreinlega verið hættuleg fyrir t.d. litla hunda.

Geta sleppt hundi lausum á öruggu svæði, helst með leiktækjum eða þrautum fyrir hundana. Sérstaklega kærkomið fyrir smærri hunda.

Vantar alveg þar sem ég hef ekki tök á að fara út fyrir Grafarvog. Er með bæði stóran og lítinn. Þannig að er ekki kominn tími á að við fáum líka í okkar hverfi?

Væri líka tilvalið að vera með þetta hundagerði á grasflötinni hliðinna á nýsköpunarmiðstöð íslands beint fyrir neðan N1 gagnvegi.

Það myndi breyta miklu fyrir okkur ef það kæmi hundagerði í Grafarvogi. Helst tvískipt hundagerði þar sem stórir og litlir hundar hefðu sér gerði þannig að allir gætu hlaupið um öruggir.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9034

Grafarvogur með allann sinn fjölda af íbúum ætti að hafa sérstakt hundagerði sérstaklega fyrir smærri hunda. Gufunes er ákjósanlegur staður þar sem það er í göngufjarlægð frá mörgum hverfum og auðvelt að koma þangað á bíl og fá bílastæði.

Finnst það góð hugmynd enn finnst staðsetningin ekki henta þar sem það er búið að vera byggja upp svæði fyrir börn þarna

Þetta er algjörlega það sem vantar í Grafarvoginn. Gufunesið er að mínu mati mjög hentugt fyrir hundagerði. Ég myndi klárlega nýta mér það fyrir bæði stóra og litla hundinn minn. Væri líka frábært ef það væri sett upp einhver leiktæki eða lítil þrautabraut fyrir þá að spreyta sig á.

Sjá meðfylgjandi hlekk, hér eru flottir hundagarðar sem hægt væri að blanda við hugmynd um almenningsgarð. Setja tvennt gott saman og það verður alveg frábært <3 Allir í fjölskyldunni leika saman í skemmtilegu umhverfi sem er örvandi til lærdóms og hreyfingar :) Almenningsgarður þar sem hundar mega vera lausir, geta verið nokkur mismunandi svæði, afmarkað svæði fyrir minni hunda/hvolpa og svæði þar sem allir sem vilja mega vera. http://www.dogster.com/lifestyle/10-amazing-dog-parks

Ég sé fyrir mér fallegan almenningsgarð þar sem hundar og menn geta leikið saman, það mættu vera nokkur afgirt minni gerði innan afgirts stórs svæðis þar sem hundar mega vera lausir bæði á stóra og minni svæðum. Leiktæki fyrir hunda, börn og fullorðna og opin svæði til að hlaupa, kasta og leika. Hundaeign hefur aukist töluvert og svæði þar sem hægt er að koma saman og leika með fjölskuldunni allri er löngu tímabært. Gaman væri að sjá fallegan garð með allskonar leiktækjum fyrir alla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information