Við leikskólann Reynisholt í Grafarholti er lítil perla, Reynislundur. Lundurinn var byggður af foreldrum og starfsfólki leikskólabarna í Reynisholti vorið 2010 og hefur verið haldið við af eljusemi og dug. Allt byggingarefni í lundinum er náttúrlegt og því mikil þörf á reglulegu viðhaldi svo að leikskvæðið haldist öruggt og fallegt. Það er rétt að taka fram að viðhald á Reynislundi fellur ekki undir undir leikskólann og hefur hingað til verið rekinn með styrkjum sem nú eru uppurnir.
Reynislundur er nú eitt af góðum leikskvæðum í hverfinu. Bæði börn og fjölskyldur leita í lundinn eftir að leikskóla líkur og um helgar. Umgengni hefur verið góð í lundinum eftir að umhverfið varð öruggt og fallegt. Því stuðlar verkefnið að bættri umgengni í borginni, öruggi íbúa og bættri lýðheilsu. Þetta er brýnt verkefni fyrir barnafjölskyldur í Grafarholti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation