Borgarar gefa tíma

Borgarar gefa tíma

Það er mikið velferðamál að allir geti haft hlutverk í samfélaginu. Ein af þeim leiðum er að bjóða borgurunum uppá það að gefa tíma sinn í góð verkefni sem tengjast borgarlífinu. Velferðaráð ætti að sjá sóma sinn í því að halda utanum, safna og miðla sjálfboðaliðum um borgina í ýmis minniháttar verk.

Points

Stuðningur við þessa hugmynd opnar á það að borgin rétti út arminn til fólks sem hefur tíma á sínum höndum og veit ekki hvað á að gera við hann. Virkjar borgarana til þáttöku sem byggir á styrkleikum einstaklingsins og á hans eigin forsendum til þátttöku. Sama hvort sjúkdómar, öldrun, þjálfunarleysi, eða hvað annað kann að vera í gangi í lífinu hjá viðkomandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information