Yfir eina mest keyrðu götu Reykjavíkur, Miklubraut (við Klambratún), eru gönguljós sem vert væri að fjarlægja og bæta úr með brú eða undirgöngum. Við gatnamótin eru undirgöng og gönguljós en þarna eru einungis ljós fyrir gangandi vegfarendur. Í dagsins samfélagi ætti slíkt ekki að sjást á svo mikið keyrðri götu. Að setja brú í staðinn myndi bæta öryggi allra sem þar fara um.
Á einni mest keyrðu götu Reykjavíkur eru gönguljós sem þar eiga ekki heima. Með brú yfir Miklubraut við Klambratún eða undirgöngum má greiða götur ökumanna á mestu umferðartímum og auka öryggi gangandi vegfarenda. Að umferðin stöðvist í morgunumferðinni svo einn gangandi vegfarandi komist yfir Miklubrautina er út í hött á þessum stað. Þarna er mikilvægt að grípa fljótt inn í!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation