Fótboltavöllinn á Landakotstúni þarf nauðsynlega að lagfæra. Mörkin eru á staðnum en undirlagið (grasið) þolir ekki kraftmikla krakka sem sparka alla daga. Það vantar nauðsynlega slitsterkan sparkvöll sem allir geta notað, skólabörn á skólatíma og aðrir krakkar í hverfinu utan skólatíma. Setja fallega umgjörð um völlinn sem fellur vel að umhverfinu, kannski tré sem skýla og varna því að boltinn fari út á götu.
Krakkagreyin koma skítug og blaut inn úr frímínútum eftir að hafa leikið sér á fótboltavellinum sem líkist frekar drullupolli en boltavelli. Því er nauðsynlegt og löngu tímabært að búa til sparkvöll á þessu svæði sem skólabörnin geta nýtt á skólatíma og aðrir krakkar í hverfinu utan skólatímans. Þetta er fallegt og skjólgott svæði og það myndi setja brosa á andlit margra barna og foreldra að fá þarna góðan fótboltavöll. Styð hugmyndina heilshugar!
Leiðinlegt að sjá túnið illa farið en gaman að sjá krakkana svo glöð og einbeitt í kraftmiklum fótboltaleik.
Við verðum að tryggja börnum og unglingum aðstöðu til útileikja í þessu hverfi og hvaða staður er betur til þess fallinn en Landakotstún sem er miðsvæðis í góðu sambýli við fallegar byggingar krikjunar og skólans. Ekki skal gleyma því heldur að hinu megin við Túngötuna, með útsýni yfir túnið, er Landakotsspítali sem hýsir öldrunardeildir, leikir barna og unglinga hressa og bæta líðan þeirra sem þarna dvelja. Drífum í þessu slík framkvæmd eykur ánægju íbúa hverfisins jafnt hárra sem lágra.
Tilvalinn staður fyrir sparkvöll. Nágrannar sparkvalla tala oft um ónæði á kvöldin á svona völlum en þarna er langt í næsta íbúðarhús. Nýtist krökkum í Landakotsskóla og krökkum í hverfinu.
Hjartanlega sammála. Það er nóg pláss og mikill knattspyrnuáhugi bæði hjá nemendum Landakotsskóla og öðrum börnum í hverfinu.
Þetta er frábær hugmynd og löngu tímabær. Krakkar í flestum hverfum borgarinnar hafa aðgang að sparkvelli en þarna hefur verið sár þörf á umbótum. Í raun mætti lífga allt Landakotstúnið við með ýmsum hætti, til að mynda mætti flikka upp á litla leikvöllinn sem er í suð-austur horninu en hann er of óspennandi til að nokkur krakki nenni að leika sér þar. En ég styð heilshugar hugmyndir um sparkvöll á túninu. Hann mætti að mínu mati reyndar alveg eins vera í norð-austurhorninu í skjóli við gróðurinn sem þar er.
Við flesta ef ekki alla grunnskóla borgarinnar má finna gervigrasvelli (sparkvelli) sem eru vel nýttir. Þeir nýtast ekki eingöngu fyrir knattspyrnu heldur allar tegundir útileikja og útiíþróttakennslu ekki síst þegar jörð er annars frosin eða snjór þekur allt. Á Landakotstúni væri upplagt að koma fyrir slíkum velli því eðlilega þolir grasið þar illa álag þegar bleyta er í jörðu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation