Gera þarf bílastæði á Furumel. Frá Hringbraut að Víðimel þ.e.a.s. norðan meginn á Furumelnum.
Hringbraut er umferðaþung gata og bílar hafa skemmst við það að ekki tekst íbúum nægilega vel að leggja í stæði. Hafa menn því gripið í það ráð að leggja uppá gangstétt og geri ég það sjálfur, þó að það geti heft för gangandi fólks. Tel ég að það sé plás fyrir bílastæði í austurhluta Furumel eins og í vesturhluta götunar.
Þetta er mikilvæg gönguleið fyrir skólabörn og hefur fjöldi bíla og hraði þeirra á Furumelnum verið foreldrum áhyggjuefni. Það væri ekki til bóta að auka umferð um götuna frekar en nauðsynlegt er. Auk þess hefta kyrrstæðir bílar útsýni barna sem fara um götuna.
Bílastæði eru ekki falleg og myndu fara illa með ásýnd þessarar fallegu götu – Furumels. Gatan bæri þetta ekki vel. Kyrrstæðir bílar eru þar nægir fyrir. Ásýndin í allar áttir, en sérstaklega í átt til norðurs (Grundar) færi mjög illa við það að staðsetja fleiri bíla í götunni. Að ganga Furumelinn til norðurs er með því fallegra sem maður sér á Melunum. Frekar ætti að draga úr umferð um Furumel en að láta umferð af Hringbraut smitast inn í hverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation