Þúsund ára borgarskipulag.

Þúsund ára borgarskipulag.

Taka frá tíu lóðir sem eru hlið við hlið á einhverjum stað í borginni. Á hverri öld verður byggt hús liðinnar aldar. Að þúsund árum liðnum verður þá þar röð af 10 húsum sem hvert um sig 'einkennir' þá öld þar sem elsta húsið er þúsund ára gamalt. Til að byrja með verða hin lóðastæðin auðvitað notuð í eitthvað annað, en lóðin sjálf og þá það hús sem stendur þar verður með 'expiration date' miðað við hvenær aldarhús á að rísa á þeim stað.

Points

Að hugsa langt fram í tímann er mjög holl æfing, það þarf meira af slíkum hugsanahætti í samfélagið. Aldarhús getur líka verið notað til þess að varðveita 'útlit' aldarinnar sem hefur þá víðtækari áhrif varðandi viðhorf til þess að vernda hin og þessi hús hér og þar um bæinn. Það væri líka svo magnað að geta séð, hlið við hlið, heil þúsund ár af sögu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information