Flugvöllinn burt úr Vatnsmýri
Ef höfuðborgarsvæðið á Íslandi er ekki dreifbýlasta borg í heimi er það í hópi þeirra allra dreifbýlustu. Þetta er mjög mikið óvistvænt og óhagkvæmt. Telur þar mikið innflutt eldsneyti og ökutæki, tími, slysahætta og streyta. Við skipulag borga er til ein almenn regla sem lýtur að þéttleika og segir: starfsemi þar sem margir nota lítið rými er í kjarnanum og starfsemi þar sem fáir nota mikið rými er á jaðrinum. ...eru ennþá einhverjar spurningar um Vatnsmýrarflugvöll?
Öryggis vegna og líka vegna þess að er ekki hægt að byggja þarna af neinni skynsemi, þetta er jú mýri sem er nálægt sjárvarborði. Og ef það varntar pláss fyrir Landspítalann þá er það til uppi við Borgarspítalann. En það væri kannski hægt að byggja við syðri endann og stytta þann nyrðri. Háskólann í Reykjavík á nú bara að sameina Háskóla Íslands.
Auðvitað ættum við að bjóða upp svona fínt Amsterdam/Nyhavn hverfi þarna með bátasiglingar milli Nauthólsvíkur og Tjarnarinnar. Byggja upp 3-4 hæða þétta og blandaða byggð fyrir þá sem hafa áhuga á bíllausum lífstíl. Í Barcelona var fyrsta hæðin tekin frá fyrir verslun og göturnar hafðar breiðar. Okkur vantar eitthvað svona gott plan. Það er líka blóðugt að sjá bílastæðaflæmið við Háskólana tvo. Þarna ættu að vera blómstrandi stúdentagarðar.
Reykjavík er ein dreifbýlasta höfuðborg Vesturlanda. Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýri er grundvallaratriði í þéttingu byggðar til lengri tíma litið, en þéttari byggð er t.a.m. æskileg sem liður í því að minnka bílaumferð og til að almenningssamgöngur og hjólreiðar geti orðið skilvirkari ferðamátar. Finna mætti flugvelli annan stað í nágrenni borgarinnar ef þess þykir þörf, eða leggja hraðlest til Keflavíkur.
Ég hef yfirleitt verið á því að flugvöllurinn ætti að fara burt úr Vatnsmýrinni, en það er ekki 2007 lengur og það er hvort sem er enginn að byggja húsnæði, þannig að þetta mál má alveg bíða á meðan versta kreppan gengur yfir.
Ég er alveg sammála því að það er ekki efst á forgangslista að gera neitt við flugvöllinn eins og er. Hins vegar hefur hópur þingmanna sett fram frumvarp að lögum um að festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýsinni um ókomna tíð sem er að mínu mati algjörlega óásættanlegt.
Endilega, byggjum í Vatnsmýrinni. Og afhverju skyldi hún nú heita Vatnsmýri? Kannski vegna þessa að þar er mýri! Byggjum háhýsi þar. Hvað þarf að grafa langt niður á klöpp? 5, 10 eða 20 metra? Veit það einhver? Og hvað geris í mýri þegar, já, þegar það verður jarðskjálfti? Gengur þá ekki allt úr skorðum? Og hvað með skolp? Hafa menn eitthvað spáð í þetta?
Ef að flugvöllurinn fær ekki að vera í höfuðborginni Reykjavík í nálægð við Landsspítalann, þá mætti flytja flugvöllinn, Landsspítalann og allt stjórnkerfi landsins í annað bæjarfélag og gera þann bæ að höfðuborg landsins. Þannig hefðu allir landsmenn greiðan aðgang að nýrri höfuðborg. Þá myndi losna fullt af plássi (land og húsnæði) og íbúar ReykjavíkurBÆJAR sem vildu flugvöllin burt gætu tekið gleði sína á ný.
Auðvitað er það ekki forgangsmál að losna við flugvöllinn, enda rétt að það sé lítið um nýbyggingar eins og er. Hins vegar er það margra ára verk að losna við flugvöllinn, og spár um fólksfjöldaþróun benda til þess að það verði eftirspurn eftir nýbyggðum íbúðum eftir nokkur ár.
Getur verið að landsbyggðinni sé haldið í gíslingu með því að hafa flugvöllinn svona nálægt miðbænum? Alltaf hægt að réttlæta niðurskurð því það er ódýrara að fljúga niður í miðbæ heldur en að reka þjónustuna í heimabyggð?
Ég ekki heitur andstæðingur þess að flugvöllurinn fari en mér finnst spurningin hafa haldið málinu í gíslingu í 15 ár. Rétt spurning er "HVAR viltu að flugvöllur einka- og innanlandsflugs frá Rvk sé staðsettur?" Engir raunhæfir kostir hafa verið ræddir og því er umræðan á sama stað og fyrir 15 árum. KEF er ekki raunhæfur möguleiki vegna vinds. Það sleppur með stóru millilandavélarnar en er of hvasst fyrir Fokkerinn og minni vélar. Setjum Miklubraut í göng og fáum land fyrir fólk ekki bíla
Flugvöllurinn í Vatsmýrinni er EINA byggðarstefnan sem ég styð; staðsetning flugvallarins gerir það að verkum að hægt er að ferðast til og frá Reykjavík (nánast) hvert sem er innanlands á innan við einni klukkustund. Það er mikilvægt uppá heilsugæslu og verslun og viðskipti og virkar í báðar áttir þ.e.a.s. bæði fyrir Reykvíkinga og utanbæjarfólk. Þetta er líka stórt atriði í því að Reykjavík sé raunveruleg höfuðborg allra landsmanna.
Erfitt að færa góð rök með eingöngu 500 stafabilum en mergur málsin er að hvergi er betra að hafa flugvöll en í vatnsmýri, hægt er þó að minnka hann. Auk þess er kostnaðurinn við að flytja völlinn gríðarlegur. Hver ætti svo að borga hvað? Ég mæli með að fólk kíki á þessa skýrslu þótt hún sé kannski ekki spennandi lestur. Búum okkur til skoðanir byggðum á staðreyndum en ekki óskhyggjum um kaffihús og reiðhjólastíga :)
Háskólinn í Reykjavík hefur til að mynda allt yfirbragð stofnunar sem staðsett er i útjaðri en ekki nánast í miðri borg. Hann er umkringdur bílastæðum enda ekki hægt að nota það landsvæði til neins annars þar sem það er í fluglínu rétt við völlinn. HÍ er aðeins betur í stakk búinn varðandi þetta en í staðinn er hann miklu fjölmennar og lendir í erfiðleikum við að færa út kvíaranari. Öll samskipti og samnýting milli þessara stofnanna er erfið vegna þess að flugvöllurinn skilur þær að.
Það verður borginni ofviða að gera vatnsmýrina byggingarhæfa. Skoðið Norðurmýrina sem er þó margfalt skárri mýri. Hugmyndirnar um byggð þarna eru góðra gjalda verðar, en hver vill byggja 2-3 hæða hús ofan jarðar, en 4-6 hæðir niður. Skolplögnin frá Þingholtunum út í Skerjafjörð hefur oft farið í sundur án þess að eftir er tekið. Eina aðferðin sem gæti hugsanlega skapað ró í jarðveginum er einhvers konar Amsterdam skipulag með síkjum. Samt yrði það mönnum ofviða að grunna húsin til frambúðar.
Innanlandsflugvöllur er mjög þarfur í Reykjavík. Hólmsheiði hentar ekki sökum þess hve hátt hún liggur og er það mun oftar skýjað en í Reykjavík. Eini staðurinn fyrir utan Reykjavík sem gæti hentað er Álftanes en þar er viðkvæm náttúra og mikið fuglalíf sem þyrfti að vernda. Ef flytja ætti flugvöllinn til Keflavíkur þá ættum við að flytja allar helstu stofnanir og einnig Landspítalann þangað. Flugvöllurinn í Vatnsmýri er okkur það sem öðrum borgum í Evrópu er járnbrautarstöðin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation