Bæta við hljóðmön og gróðri við norðanverðan Borgarveg við Gufuneskirkjugarð. Á Borgavegi er nú 50 km hámarkshraði. Sambærileg framkvæmd hefur þegar verið gerð á Borgavegi við Gullengi, og vestan Víkurvegar við Egilshöll.
Hljóðmön væri til þess fallin að bæta hljóðvist og fegra umhverfi við íbúðarhús norðan Borgavegar við Gufuneskrikjugarð. Slíkt myndi einnig bæta umhverfi barna á grænu svæðunum sem eru við íbúðarhús í Laufengi, en þar er nú mjög berangurslegt. Auk þess er göngustígur meðfram Borgavegi, en gróður og hljóðmön væri til þess fallin að gera umhverfið við göngustíginn meira aðlaðandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation