Hringtorg á Suðurgötu við Þorragötu. Ægissíða beintengd.
Bráðaþörf er á vitrænni umferðartengingu á milli Skerjafjarðar (687 íbúar + norðurhlutinn) og KR íþrótta- og verslunarsvæðisins í Vesturbæ, líka fyrir strætótengingu. Best er að fylgja jaðri byggðarinnar, enda eru Ægisíða (og Þorragata) einungis með hús öðru megin. Mikil hætta fylgir núverandi ástandi sikk sakk í gegn um hverfin. Beintenging Ægisíðu við hringtorgið fylgir framtíðarsýn með minnstum óþægindum fyrir íbúana. Umferð inn og út úr hverfunum meðfram flugvelli minnkar álag á Melatorgi.
Mjög málefnaleg og góð tillaga. Hef einmitt haft þetta í huga og gáttað mig á hvervegna þetta er eins og þetta er.
Hringtorg myndi tengja Skerjafjörð, litla Skerjó og flugvallarsvæðið við S-Vesturbæ og Seltjarnarnes og spara mikinn akstur hjólandi og keyrandi. Til vara (ódýrara) mætti skoða að opna fyrir innakstur af Suðurgötu til vinstri inn á Lynghaga þegar ekið er til norðurs. Nú þarf að taka U-beygju á móts við Grímshaga vilji maður komast til vesturs án þess að þurfa að keyra Hjarðarhagann fyrst, sem er fáránlegt.
Ég er frekar hrifinn af því að leyfa umferð sem keyrir norður suðurgötu að beygja til vinstri inn á Lynghagann. En það að gera hringtorg sem tengir Ægissíðu við Þorragötu finnst mér algjör óþarfi. Þarna er útivistarsvæði, leikskóli, fínn hjólastígur og fótboltavöllur. Bílamengun og hávaði myndi aukast við leikskólann sem er þarna. Þessi framkvæmd mun einungis stytta leiðina fyrir akandi vegfarendur um 300m en ekki neitt fyrir hjólandi, það eru fyrir fínir hjólreiðastígar þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation