Hjólhýsabyggð í Reykjavík

Hjólhýsabyggð í Reykjavík

Hjólhýsabyggð í Reykjavík

Points

Vantar sárlega stað þar sem fólk getur búið ÓDÝRT t.d. í húsbýlum, hjólhýsum, fellihýsum með aðgang að snyrtiaðstöðu eins og tíðkast erlendis. Hugmynd að staðsetningu væri td. við Blikastaði, korpúlfsstaði.

Rétt - það er óþarfi að minnka kröfurnar, en samt er til fólk sem hefur ekki áhuga á að nota alla sína aura í leigu eða steinsteypu. Þetta gæti verið möguleiki til að koma til móts við þann hóp. Þessi byggð yrði aldrei mjög stór, en skilyrði væri að almenninssamgöngur væru góðar og stutt frá. Tengist hugmyndunum : Litlar íbúðir og Úrlausn á íbúðamálum fyrir ungt fólk.

Kominn tími til að bjóða upp á þennan möguleika. Þarf ekkert að vera slæmt .Góð íbúð kostar ca. 30 milljónir og með fjármagnskostnaði enn meir .200 þúsubd mánaðarlaun sem eru algeng hér á landi dekka það ekkert .

Aðgangur að félagslegu leiguhúsnæði á að vera, eða verður að vera, nægilega mikill. Það er mun frekar að gera kröfur um gnógt af mannsæmandi leiguhúsnæði heldur en að byrja á því að búa til annars-flokks samfélag innan borgarmarkanna. Nóg er af dæmum um að sambærilegar lausnir erlendis hafi bókstaflega haft afskaplega neikvæða þróun í för með sér fyrir íbúana og aðra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information