Hvað viltu láta gera? Lækka hámarkshraða Álfheima úr 50km/klst í 30km/klst götu. Við fræsingu á götunni í fyrra var hraðahindrun við gönguljósin fjarlægð og ekki sett upp aftur. Hvers vegna viltu láta gera það? Bý í nálægð við hraðskiltið og þar blikkar broskall á fólk undir 50km hraða sem er of hratt þegar börn eru í svo miklu mæli að fara í og úr skóla og við leik. Einnig sé ég hraðaskiltið blikk á ökumenn á vel yfir 70km hraða oft á dag, án þess að þeir slái af hraða
Allt mælir með þessu, skólar, leikskólar í nánd, í miðju íbúahverfi.
Engin ástæða til að breyta þessu. Hefur virkað hingað til.
íbúagata með mikið börnum á leið í skóla.Of hröð umferð í gegnum hverfið í núverandi ástand. Álfheimar notaðir til að stytta sér leið frá Suðurlandsbraut í Holtagarða. Öll rök með hraðalækkun og má ná á Langholtsveg og Holtaveg.
Stofnbraut í gegnum kerfið, ekki teljanleg slys, ljós nú þegar til staðar við aðalgangbraut yfir í Langholtsskóla. Að ætla að við að lækka í 30km muni fá fólk til að hætta að keyra á 70km er rökleysa. Það er ekkert sem neyði ökumenn til að draga úr hraða. við að breyta reglunni þegar fólk fer ekki eftir henni nú þegar. Fer sjálfur þarna um daglega bæði akandi og gangandi og ég sé ekki að það sé mikil hætta þarna. Frekar mætti setja hraða hindrun við þrenginuna þar sem blikk skiltið er.
Mikið af krökkum í hverfinu, skóli rétt hjá, myndi minnka traffík um hverfið
Hundruðir barna fara yfir götuna daglega og þar ætti alls ekki að vera svona mikill hraði!
Umferð frá Sundahöfn á það til að fara í gegnum Álfheima á leið yfir á Suðurlandsbraut og hraðakstur er allt allt of algengur.
Mikið af barnafólki og mikið af ungum börnum á ferðinni. Nauðsylegt
Algjörlega nauðsynlegt að lækka hraðann niður í 30. Ég myndi vilja láta setja aftur upp hraðahindrunina við gönguljósin. Fólk keyrir almennt allof hratt í götunni. Mikið af börnum þurfa að fara yfir Álfheimana á leið í og úr skóla.
Ég er sammála að það ætti hægja á umferð á Langholtsvegi, og gera hann minna aðlaðandi til að stytta sér leið. Ég held það megi samt gera betur en lækka hámarkshraðann. T.d. þrengja götuna, og gera hjólastíg í stað málningar.
Frábær hugmynd!
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation