Láta þá sem þiggja atvinnuleysisbætur vinna samfélagsvinnu

Láta þá sem þiggja atvinnuleysisbætur vinna samfélagsvinnu

Láta þá sem þiggja atvinnuleysisbætur vinna samfélagsvinnu

Points

Allir launþegar á Íslandi greiða í sjóðinn sem atvinnl.bætur eru greiddar úr. Þetta er ekki eitthvað sem RVK-borg kemur við. Atvinnuleysisbætur eru áunninn réttindi, ekki ölmusa.

Sjá hlekk um Vinnumálastofnun, sem heyrir undir Velferðarráðuneytið og sér um greiðslu atvinnuleysisbóta. Ég er ekkert endilega á móti þessari hugmynd, en Betri Reykjavík er ekki vettvangurinn til að ræða hana... kannski frekar Betra Ísland.

Mér finnst nú það lykta af þrælahaldi að "láta" einhvern vinna.Þaðmætti segja gefa kost á að vinna. Það gæti hjálpað fólki að fá aðra vinnu. Einnig ætti borgin að bæta einhverjum þúsund köllum við atvinnuleysislaunin. Það eru nefnilega laun sem eru greidd, eftirlaunafólki, öryrkjum, og atvinnulausum, ekki "bætur" = ölmusa!

Þó ekki nema af félagslegum toga. Atvinnulausir, amk sumir, fara varla út úr húsi, finnst þeir ekkert gagn gera o.s.frv. Með svona dagskrá væri hægt að koma í veg fyrir að einhverjir einangrist, en þá þyrfti að vera skyldumæting amk klst á dag, ekki að setja það upp sem 8 klst á viku.

Nú er það þannig að margir sem eru á atvinnuleysisbótum, geta oft ekki unnið, eru öryrkjar, líkamlega fatlaðir einstaklingar o.sv.frv. Hvernig í ósköpunum er hægt að búast við því að þetta fólk vinni samfélagsvinnu, þegar það getur ekki einu sinni unnið venjuleg störf.

Skilgreiningin á þeim sem er á atvinnuleysisbótum er manneskja sem er að leita sér af vinnu, svo það fellur ekki vel inn í að manneskja sem er öryrki eða fötluð og geti ekki unnið sé að þyggja atvinnuleysisbætur. Ég styð þessa hugmynd heilshugar, ekki veitir að því að tína rusl um þessa borg okkar og sópa stíga og svo framvegis.

Einnig er alröng nálgun að reyna að fá þá af atvinnuleysisbótum sem ekki eiga þær skilið á kosnað allra hinna sem þurfa atvinnuleysisbætur með því að láta! þau vinna vinnu. Verður að vera einhver önnur leið til þess. síðan er mjög líklegt að lang stærsti hluti fólks sem ekki "nennir " að vinna sé fólk sem er oftast tímabundið bara mjög leitt, og því fólki þarf að þjóna á einhvern hátt annan en að láta það vinna. Frí námskeið og slíkt er leið sem eru notuð og gild, og á meðan þurfa þau að lifa.

Nýta þá sem fá laun frá borginni í formi atvinnuleysisbóta til samfélagsvinnu svo sem ruslatínslu og annars. Mín hugmynd er að þiggjendur atvinnuleysisbóta skili aðeins 8 vinnustundum á viku í eitthvað samfélagsverkefnið sem skilyrði fyrir bótum því þá hafa þeir 4 aðra daga vikunnar í atvinnuleit. Með þessu væru þeir sem ekki nenna að vinna sigtaðir úr atvinnuleysisbótakerfinu og samfélagið fengi eitthvað fyrir aurinn sem það hefur lagt í atvinnuleysisbæturnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information