Að lagfæra og snyrta Sundhöllina á Barónsstíg ásamt nuddpott

Að lagfæra og snyrta Sundhöllina á Barónsstíg ásamt nuddpott

Að lagfæra og snyrta Sundhöllina á Barónsstíg ásamt nuddpott

Points

Mér finnst Sundhöllin heillandi eins og hún og ekkert athugavert við hana. Annars mæli ég með því að þið sendið póst bara beint á Sundhöllina og leggið þetta til til þeirra.

Vissulega er Sundhöllin afar skemmtileg og falleg bygging og góð til síns brúks.... og ég myndi alls ekki vilja láta breyta henni á nokkurn veg þannig að nokkuð af arkitektúrnum myndi líða fyrir... en almenninlegt viðhald... ekki bara rétt nægilegt - er nauðsynlegt! Núna eru sturtur oft ansi lélegar og mættu oft vera í betra standi - en umfram allt, almenninleg gufa og nudd sem virkilega NUDDAR...ekki þetta gutl sem nú er ! Það eru hlutir sem er grunnur fyrir að séu og séu í lagi í byggingunni án neinna meiriháttar breytinga og ÆTTU því að vera í lagi !

Mér finnst Sundhöllin öll orðin frekar sjúskuð og næstum sóðaleg. Nuddið í heitu pottunum virkar ekki, kalt í búningsklefum og sturtum ásamt því að sturturnar sjálfar eru lélegar. Tröppur upp á sólþak sóðalegar og sólþak kvenna með grænu sjúskuðu plastteppi, vatnsgufa ógeðsleg. Tími til kominn að endurbæta almennilega en ekki bara einhverjar reddingar. Þessi sundlaug virðist sitja á hakanum hjá Reykjavíkurborg.

Ég er sammála APP. Sundhöllin er/var glæsileg og eina sundlaugin fyrir 101-hverfinga að synda í, án þess að keyra langar vegalengdir í næstu sundlaug, sem hvorki sparar orku, mengunar-minnkun né stuðlar að jöfnum aðgangi fólks að góðri, ódýrri hreyfingu. Sundhöllin er flottur staður og algerlega nauðynlegur. Það er skammar fyrir miðborgina/Reykjavík ef hún er látin drabbast niður!

Það er rosaleg fjölda af erlendum ferðamönnum í miðborginni. Margir þeirra eru gangandi og það er mjög heimskulegt að þurfa alltaf að útskýra að "já Reykjavík er fræg fyrir flotta útisundlaugana en nei sundlaugin í miðborginni er ekki einn af þeim þið þurfið að labba í hálftíma eða taka strætó til að komast í betra hverfi en öll hin hverfin eru með mjög flotta sundaðstöðu". Ef ekki fyrir íbúana gerið þið þá upp sundhöllin fyrir allt þetta fólk som kemur með peningana inn í landið!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information