Neðanjarðarlestir í Reykjavík og nágrenni

Neðanjarðarlestir í Reykjavík og nágrenni

Neðanjarðarlestir í Reykjavík og nágrenni

Points

Þó þetta væri dýrt í framkvæmd og sennilega alltof stór biti á tímum linnulauss arðráns, þá er þetta hugmynd sem virkilega gæti breytt Reykjavík úr bæ í borg. Hverfi Reykjavíkur eru mjög aðskilin og við höfum einn pínu lítinn miðbæ sem bílasjúklingar krefjast að fá að leggja undir sig (sem við ættum alls ekki að leyfa þeim). Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið góðar undanfarin misseri og eru háðar stöðgum breytingum. Umferð í þessari litlu borg er alltof mikil og mengun eftir því.

Ef úthverfi borgarinnar væru tengd saman í gegnum neðanjarðarlestakerfi væri lítið mál að fara á milli hverfa á þægilegan og fljótlegan máta. Þá væri tilvalið að hætta við þau vanhugsuðu áform að búa til einhvers konar Manhattan sjónlínu við höfn Reykjavíkur sem er vaxandi sjónmengunarslys og þess í stað að byggja upp hótel í úthverfum borgarinnar og þá hefja umleið raunverulega uppbyggingu á alvöru hverfakjörnum þar sem verslun, þjónusta og afþreyging er í boði, en slíkt er varla fyrir hendi

Þó það sé í raun óhugsandi að ráðist verður í slíkar framkvæmdir á næstu misserum finnst mér rétt að halda þessum hugmyndum á lofti og að aðrar skiplagsráðstafanir taki tillit til þessa möguleika, þannig að við hugsum til lengri tíma ólíkt því sem við höfum alltaf gert...

Mér brá í brún þegar ég fattaði að hluti af metrókerfinu í París keyrði á malbiki og á dekkjum. Það ætti ekki að vera of erfittfyrir okkur að viðhalda slíkri lausn þar sem eigum allan tækjabúnaðinn til að viðhalda malbiki og það er fullt að dekkjaverkstæðum.

Nú er þetta kannski ótímabært og dýrt, en við þurfum að hugsa fram í tímann, og bregðast við áður en það verður mun dýrara, umfangsmeira og erfiðara. Neðanjarðarlestir geta minnkað umferð í borginni svo um munar, og ferðatími styttist svo um munar. Þetta getur hjálpað öllum aðilum, hugsið nú til þess, að harpan var eitt það mest óþarfa hús sem byggt hefur verið fyrir allt of mikinn pening. Eyðum peningum nú í eitthvað skynsamlegt, sem getur hentað vel í framtíðinni, og gagnast öllum aðilum.

Neðanjarðarlestir eru frábærar þar sem pláss fyrir samgöngur er takmarkað vegna þéttrar byggðar. Við höfum nóg pláss, við þurfum bara að nýta það betur og forgangsraða. Almennt held ég að fólki leiðist að ferðast um neðanjarðar til lengri tíma, nóg er myrkrið samt. Bæði stofn- og rekstrarkostnaður yrði yfirgengilegur og ekki líklegt að við náum að halda uppi betri þjónustu en strætisvagnarnir gera. Mæli frekar með að við höldum áfram að gera strætó betri og setjum upp BusRapidTransit kerfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information