Gott strætókerfi er jafnréttismál.
Gott strætókerfi er jafnréttismál ef tíðari strætóferðir væru og vagnarnir keyrðu allavegana til eitt á nóttunni ættu þeir sem ekki eiga bíl fleiri tækifæri á að taka þátt í félags- og tómstundastarfi. Peningasparnaður í viðhaldi á götunum. Aukið öryggi í umferðinni þvi færri færu um á einkabílum. Byrja má með að halda inni öllum leiðum og tímaáætlunum eins og vagnarnir ganga núna um miðjan daginn á virkum dögum og halda því inni alla daga, líka um helgar. Bæta þjónustuna með endurskipulaggningu
Gott strætókerfi er jafnréttis- og öryggismál
Heyr Heyr. Öraris trætóferðir á álagstímum og láta strætó ganga lengur. Það kostar peninga en ef þetta er gert rétt þá taka fleiri strætóinn góða.
Ég er að tala um endurskipulagningu á kerfinu eins og sjá má neðst í textanum en leiðarkerfið er glatað eins og það er og gæti ég farið í smáatriði hér inni ef því er að skipta og hef verið dugleg að skrifa inn athugasemdir til strætó. En þangað til þá væri hægt að byrja strax að bæta kerfið með því að halda inni tímaáætlunum sem til eru og hafa þær áætlanir eins og þær eru um miðjan daginn alla daga vikunnar þar sem margir vagnar ganga á 15 mínútna fresti þó ekki allir en margir ganga á 30 mín fresti sem auðvitað er mjög bagalegt eins og t.d. kópavogsvagnanna 28 og 35. Ef þetta yrði sett í gang þá þarf ekki að láta fólk bíða í óratíma eftir nýju skipulagi og svo hægt að fara í vinnu á endurskipulagi og gefa sér þann tíma sem þarf og biðja fólk að setja inn athugasemdir með tilliti til þess að fólk fái tækifæri til að vera með í vinnunni og svo hlusta á þessar tillögur því þeir sem taka strætó vita hvað þarf en ekki skrifstofufólkið sem sér um endurskipulagninguna og notar einkabílinn og kemur jafnvel aldrei uppí strætó.
Varðar það ekki alla borgarbúa að Borgin bæti strætókerfið en það dregur úr einkabílanotkun og eykur því öryggi og fólk sem á ekki bíl gæti betur tekið þátt í því sem er í boði í tómstundum og öðru eftir áhugasviði hvers og eins.
í hinu fyrrnefnda átti þetta auðvitað að vera.
Í susmum hverfum borgarinnar er svo langt á næstu strætóstoppustöð að strætó er nánast ónothæfur. Þetta á til dæmis við um Suðurhlíðar og Fossvogshverfið. Í hinu síðarnefnda er, auk Fossvogskirkjugarðs og -kapellu, leikskóli og þrír skólar fyrir börn sem koma utan úr bæ. Það þarf að setjast niður og gera þarfagreiningu á strætó í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Það þarf tíðari ferðir til þess að hægt sé að treysta á þetta kerfi samhliða því sem leiðakerfið verður að vera skilvirkt og skynsamlegt. Slíkt kerfi myndi borga sig fjárhagslega ef dæmið er reiknað til enda, t.d. í því að færri nota bíla, það þarf ekki að skutla börnunum í tómstundir (þau geta notað strætó), færri bílastæði, minni mengun.... o.s.frv.
Strætó er gata fyrir fólk sem ekki notar bíl. Undanfarin sumur hefur strætó ekki farið að ganga fyrr en seint um helgar. Fólk hefur verið kyrrsett heima hjá sér, ekki komist til vinnu eða annarra erinda. Götu þess hefur verið lokað. Þetta er brot á jöfnum rétti til að ferðast innan borgarmarkanna sem ætti að vera eðlileg krafa, alla vega á eðlilegum vökutíma fólks.
Skipulag kerfisins er lykilatriði. Margir vilja tíðari ferðir - en slíkt er ekki bara kostnaðarsamt, heldur ekkert endileg lausnin. Mun frekar að dreifa leiðunum svo stutt væri að fara í vagn og að komast nálægt sínum áfangastað - og svo... og þetta er mikilvægi parturinn - að láta leiðirnar hittast á lykil-stöðum á sama tíma. Þannig væri hægt að hoppa milli vagna án aukabiðar og komast tiltölulega hratt og nálægt áfangastað. Auk þess minnkar álag á smærri götum sem nú eru með margar leiðir.
Með bættu skipulagi (og stundvísi) er mikilvægara að vagnar fari nálægt upphafi og enda þeirra leiða sem fólk fer. Ef auka ætti ferðir væri þá allavega vit í að nota frekar minni vagna - en margir núvernadi keyra um því sem næst tómir. Þá væri allavega minni aukning í álagi á umferðarkerfið. (Ég bý við götu þar sem margar leiðir fara framhjá og mjög nálægt húsunum - ef vagnar væru minni myndi ég ekkei taka eftir umferðinni - því þeir eru svo þungir og háværir)
í hvert skipti sem kerfi er breytt, þá verður það óaðgengilegt fyrir þá mörgu hópa sem finnst breytingin óþægileg. Viljiði ekki hætta að breyta þessu kerfi. Gott kerfi verður ekki gott fyrr en það hefur staðið óbreytt í langan tíma (kannski ca 30 ár). Ef við erum að fara að breyta þessu enn einusinni, gerum þá ráð fyrir að við munum ekki breyta leiðum í grónum hverfum næstu 30 árin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation