Skýrt ljósmerki um alla borg klukkan 00:00 á gamlárskvöld

Skýrt ljósmerki um alla borg klukkan 00:00 á gamlárskvöld

Skýrt ljósmerki um alla borg klukkan 00:00 á gamlárskvöld

Points

Það er mjög fallegt að njóta flugelda í borginni á gamlárskvöld en það vantar að allir fangi nýju ári á sama tíma. Hægt væri að setja upp ljósmerki eða kindla um alla borg sem færu af stað á slaginu 00:00 á gamlárskvöld. Þá geta allir fagnað saman og stemningin verður enn meiri.

Sammála Brynhildi - slökkva ljósin kl. 23:58 og kveikja aftur 00:05

Veit einhver hvort þetta hefur verið rætt ? Og ef svo - hvað kom út úr þeirri umræðu ?

Ég sé frekar fyrir mér kyndla og blys á þrettándanum þegar við kveðjum jólin frekar en á Gamlárskvöld þegar flugeldahríðin er sem mest. Hugmyndin er allrar athygli verð en að það vanti meiri ljósadýrð á miðnætti á Gamlárskvöld. Nei, ekki alveg málið.

Það ætti að vera hægt að koma því í kring að öll götuljós í Reykjavík blikka segjum 3var á miðnætti. Það ætti ekki að kosta borgina nema örfáa þúsundkalla að fá rafvirkja til að koma því í kring.

Frekar myndi ég vilja að ljósin væru slökkt, svo flugeldarnir nytu sín algjörlega!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information