Upphitaður hlaupahringur

Upphitaður hlaupahringur

Víða erlendis má finna hlaupabrautir í görðum og grænum svæðum. Þegar færðin er þung leggja margir hlaupaskónum tímabundið og mjög margir leggja markvissu hlaupaæfingunum (interval, pace æfingar). Þegar erfitt er að finna klakalausar hlaupaleiðir yrði hlaupahringur sem þessi bylting fyrir amatörhlaupara borgarinnar. Undirlagið mætti vera malbik og hringurinn 200 m langur þó draumurinn væri 400m tartanbraut. Staðsetning: þar sem er pláss og margir hefðu aðgang, t.d. Laugardalur eða Klambratún.

Points

Þessi hugmynd var sú efsta á samráðsvefnum í febrúar 2019 og jafnframt efst í flokknum íþróttir. Hún hefur verið send menningar-, íþrótta- og tómstundaráði til afgreiðslu.

Frábært tillaga, væri best að hafa 400m hring á tartan undirlagi sem væri upphituð (eins og fyrst tvær brautirnar á kópavogsvelli)

Bætt lýðheilsa og færri beinbrot = gífurlegur þjóðhagslegur ávinningur.

já takk 400m helst

Væri frábært að fá tækifæri til að hlaupa utandyra allt árið án þess að þurfa að vera á negldum skóm og vaða slabbið :)

Nauðsynlegt

Hægt að hlaupa úti með öruggum hætti allt árið 😀

Mikið öryggi í slíkri braut fyrir okkur hlaupara.

Aukið aðgengi almennings að útivist og stuðlar að hollri hreyfingu allt árið.

Þetta væri frábært, helst 400m hringur. Myndi fjölga þeim sem hlaupa úti allt árið.

Laugardalurinn væri mekka þessa

😃

Upphituð 400m braut með tartan eða öðru gerviefni væri þvílík snild fyrir hlaupasamfélagið allt árið um kring. Staðsetning Laugardalur eða Klambratún.

Sæl Guðbjörg. Hvernig afgreiddi ráðið hugmyndina?

Minni slysahætta og minnkar þörf á mannbroddum og negldum hlaupaskóm sem fara illa með gólf og gangstéttir.

Fyrir okkur sem að viljum æfa hraða, þá er mjög mikilvægt að komast á hlaupabraut allt árið um kring en ekki bara innandyra í hjarta Reykjavíkur, Laugardal eða Klambratún er líka mjög góður kostur.

Hægt að hlaupa í öllum veðrum áhættulaust allan ársins hring! Eykur mannlífið á Klambratúnið á veturna. Falleg lýsing meðfram hlaupabrautinni gerir svæðið meira aðlaðandi í skammdeginu.

Þegar þessu verður hrundið í framkvæmd er mikilvægt að vegalengdin sé stöðluð, 400m eða 800m eða margfeldi af 400m, og að beygjur verði ekki of krappar. Þá væri gott að fá ljósdíóður í innri kannt brautarinnar sem hreyfðust áfram með mismunandi hraða sem hægt væri að fylgja, t.d. væri rauða díóðan 15 km hraða og síðan "manual" sem hægt væri að stilla sérstaklega. Þá væri gott að hafa ytri hring með malarundirlagi sem hægt væriað nota á sumrin. Innri hringur væri auðvitað tartan eða gerviefni.

Væri frábært að hafa örugga hálkulausa braut fyrir spretti og æfingar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information