Það vantar tilfinnanleg smá viðbót við göngustíg sem liggur fyrir norðan blokkirnar á Háaleitisbraut niður að Ármúla svo hægt væri með góðu móti að ganga með börnin til og frá leikskólanum Múlaborg.
Sem stendur er eini kosturinn ef kerra eða hjól er með í för að ganga meðfram umferðarþunganum á Háaleitisbrautinni og það er ekki spennandi kostur þegar litlir fjörkálfar eru með í för. Eins og staðan er nú ef valið er að tölta þessa leið er hægt að brölta með kerruna eða hjólið upp ótal tröppur, tröðast yfir tún sem þarna er eða fara fram hjá Ármúlaskóla og fyrirtækjunum þar og umferðinni á því svæði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation