Betri samgöngur í strætó milli hverfa í Grafarvogi.
Ég er ekki á móti hugmyndinni (Leið 31 tengir hverfin í dag). Vandamálið þegar kemur að því að skipuleggja einfalt og hagkvæmt leiðarkerfi, þá er rosalega erfitt að skipuleggja leið fyrir hverfi sem var aldrei hannað með almennings-samgöngur í huga.
Hverfin í Grafarvogi eru mörg og mjög góðar samgöngur með strætó í flestum þeirra, en það sem er að er að Hamrahverfið er alveg skilið útundan. Enginn strætó fer þar í gegn, sem er ómögulegt fyrir þá sem búa innst inni í því hverfi að ganga upp í strætóskýlið. Einu sinni fór strætó einn hring þar í gegn og ekki fannst mér það neitt vandamál, mér finnst að það ætti allavega að athuga þessa hugmynd. :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation