Stöðva þarf ofsaakstur á Hringbraut, Ánanaustum, Fiskislóð, Mýrargötu og þar um kring sem á sér stað á kvöldin og nóttunni.
Verulegt ónæði er af ofsaakstri í Vesturbænum og stóraukin slysahætta. Lögreglu virðist ekki hafa tekist að koma í veg fyrir ofsaakstur á þessu svæði svo skoða þarf allar mögulegar leiðir áður en fleiri slys eiga sér stað.
Einfaldast að setja hraðamyndavélar þarna og víðar um borgina. Borgarstarfsmenn (Bílastæðasjóður) ætti að sjá um viðhald og innheimtu gjalda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation