Athugið subbulegan reit, sem hefur orðið útundan í miðri Reykjavík við Sóltún 6

Athugið subbulegan reit, sem hefur orðið útundan í miðri Reykjavík við Sóltún 6

Veit að þetta er úthlutað svæði til Waldorfskóla sem er einkarekinn en eru ekki takmörk hvað menn hafa langan tíma til að gera snyrtilegt kringum sig og láta ekki njóla og illgresi þrífast í mölinni á stóru svæði. Þetta er ömurlegt og skammarlegt að íbúar á nærliggjandi svæðum þurfi að horfa á þetta, íbúar sem gera allt til að hafa snyrtilegt kringum sig og vera borginni til sóma. Þetta svæði virðist hafa gleymst hjá borgaryfirvöldum eða hvað?

Points

Er bið í 7 ár ekki ágætis þolinmæði. Hvaða reglur gilda hjá Reykjavíkurborg um lóðafrágang? Snyrtilegt umhverfi hefur áhirf á líðan fólks. Moldarfjúk gerir glugga strax óhreina í nærliggjandi blokkum. Þessi skóli hefur sérstöðu, allt á að vera svo náttúrulegt en ég efast um að þetta umhverfi hafi góð áhrif á börnin og ef svo er verður slíkur skóli að vera fyrir utan borgarmörkin. Skólastarfið eða börnin er ekki málið. Þessi reitur er einfaldlega sóðalegur og minni kæru Reykjavík ekki til sóma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information