Hvassaleiti blómum skreytt

Hvassaleiti blómum skreytt

Hvernig líst ykkur á að loka Hvassaleitinu í beygjunni með blómakerjum í tilraunaskyni í hálft ár? Er það ekki ódýr lausn sem vert er að prófa?Prófum blóm og öryggi í stað umferðar yfir hámarkshraða. Forgangsröðum öryggi gangandi fólks, yngra sem eldra, í efsta sætið og færum möguleikann á því að geta keyrt í gegnum Hvassaleitið á ökutæki neðar á forgangslistanum.

Points

Hvassaleiti er íbúagata sem er því miður mikið nýtt í gegnumakstur. Með því að stilla blómakerjum á götuna og loka Hvassaleitinu fyrir miðju er gegnumakstur ekki lengur í boði. Öryggi íbúanna við götuna margfaldast. Það mun lengja akstur þeirra sem búa við götuna eitthvað þegar þeir komast ekki götuna endanna á milli en er það ekki þess virði að prófa fyrirkomulagið ef það dregur úr umferð yfir hámarkshraða?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information