Virkja Tjörnina betur sem skautasvell þegar veður leyfir.
Áður fyrr iðaði Tjörnin af lífi og fjöri þegar hún fraus. Því ekki að endurvekja Tjörnina sem skautasvell þar sem hægt er að renna sér á skautum á heiðskírum, frostköldum dögum og kvöldum? Það væri ókeypis skemmtun fyrir alla fjölskylduna og myndi stuðla að hollri útiveru. Miðað við annað kostar lítið að gera þetta að veruleika en það þarf eftirlit, t.d. að sprauta vatni á yfirborðið í frosti svo það sé slétt og setja upp viðvaranir svo öryggis sé gætt.
Aðlaðandi skautasvell í hjarta borgarinnar er líka persónulegt, ferskt og skemmtilegt skref í því að gera Reykjavík að hreyfivæni borg!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation