Frístundamiðstöð í stað Traktorageymslu á Klambratúni

Frístundamiðstöð í stað Traktorageymslu á Klambratúni

Frístundamiðstöð í stað Traktorageymslu á Klambratúni

Points

Algjörlega sammála þessari frábæru hugmynd, enda hefur hún verið rædd á íbúafundum í Hlíðahverfi og hugmyndafundi um skipulag Klambratúns. Algjörlega rétt sem Svavar segir að þessi hverfastöð þjónar hvorki hverfinu né túninu, svo fáránlegt sem það er, hún er því rangt staðsett. Frístundamiðstöð myndi gæða túnið meira lífi og opna þetta lokaða svæði sem hverfastöðin er nú.

Frábær hugmynd enda hefur verið stungið upp á þessu á íbúafundum í Hlíðahverfi og á hugmyndafundi um Klambratún sem var á Kjarvalsstöðum á sínum tíma. Algjörlega rétt að hverfastöðin þjónar hvorki hlíðahverfinu né túninu þ.a. hún er klárlega rangt staðsett. Frístundamiðstöð myndi gæða túnið meira lífi auk þess að opna þetta nú aflokaða og dimma svæði sem hverfastöðin er.

Þetta er frábær hugmynd sem endilega ætti að hrinda í framkvæmd! Það vantar félagsmiðstöð í hverfið og Klambratún er ákaflega miðsvæðis eins og bent er á. Núverandi þjónustuskrifstofa gatna- og eignaumsýslu við Flókagötu 28, þjónustar ennfremur Háaleitis- og Bústaðahverfi. Það væri win-win að færa þjónustuna nær íbúunum í H&B-hverfi og Hlíðarnar fengju frístundamiðstöð. Frístundamiðstöð útilokar ekki aðstöðu til viðhalds á túninu. Það gæti þvert á móti farið ákaflega vel saman.

Þetta er falleg og hljómar einföld hugmynd, en hvert á hverfastöðin að fara? Ég geri ráð fyrir því að það sé fólk sem starfar þarna við að fegra umhverfi okkar og sanda göngustíga ofl. Er ekki lágmarkskrafa að taka tillit til þeirra áður en þið ákveðið að þetta sé gagnlaus starfsstöð.

Það er alveg hægt að byggja þarna frístundarmiðstöð og hafa traktora geymsluna áfram á þessum stað. Fæ ekki skilið hversvegna þessir traktorar sem eru notaðir við graslátt og hálkuvarnir þurfi að vera að keyra langar leiðir að þeim stað sem þeir eiga vinna verkinn. Sé oft þá á ferðini og eru þá að fara langar leiðir , sem er bara tímaeyðsla og megnunar valdandi.Sé ekki að þettað mál sé bara með og á móti, bæði geta verið á Klambratúni frístundarmiðstöð og traktorageymsla.

Ekki rétt sagt frá viljum hafa Útivist og náttúru sem er deild innan Umhverfis og samgöngusviðs sem sér um garðinn og er því eðlilegt að þau hafi aðstöðu í garðinum.

Er ekki að tala um Framkvæmdasvið heldur Umhverfis- og samgöngusvið sem er líka með aðsetur á túninu og sér um viðhaldið á garðinum að setja blómin og planta trjám og slá gras og margt fleira.

Rökin hér á móti gilda ekki, þar sem vélastöðin á Klambratúni þjónar ekki túninu, heldur svæðinu austan Kringlumýrarbrautar. Stöðin sem þjónar Klambratúni er í Vesturbænum. Miðstöðin á Klambratúni er þess vegna algerlega ótengd túninu. Ég veit þetta hljómar undarlega, en þetta er satt. Skoðið skipulag framkvæmdasviðs. Kortið er hér fyrir neðan.

Það er borðleggjandi að setja upp frístundamiðstöð á Klambratúni fyrir Hlíðaskóla, Háteigsskóla og Austurbæjarskóla. Þetta er akkúrat á milli allra skólanna og frábær leið til að mynda brú á milli nemendanna og hafa aukin tækifæri til útivistar- og íþróttakennslu. Þarna er nú svæðismiðstöð fyrir framkvæmdasvið sem þjónar ekki hverfinu, heldur hverfi austan Kringlumýrarbrautar. S.s. þarna er geymsla fyrir vinnuvélar sem eru að vinna í öðru hverfi. Miklu sniðugra að þarna sé hverfisþjónusta.

Því miður gilda hin rökin ekki heldur. Umhverfi og náttúra er ekki með stöð á Klambratúni. Þeirra starfsstöðvar eru í Laugardal og Árbæjarkletti en einnig í Fossvogi. Það þarf ekki 2000 fermetra svæði undir nokkrar hjólbörur og auk þess er lítil verkfærastöð frá umhverfissviði annars staðar á Klambratúni, en einmitt ekki í þessu stóra frímerki sem Framkvæmdasvið á. Þetta er einfaldlega stöð fyrir annað hverfi, staðsett á mikilvægu útivistarsvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information