Hægri beygja á rauðu ljósi

Hægri beygja á rauðu ljósi

Hægri beygja á rauðu ljósi

Points

Það er alltof oft sem umferðin teppist bara af því að ekki má beygja til hægri á rauðu ljósi

Ef það er akrein fyrir þá sem beygja þá er það notað. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að þetta sé sett í gang? Er okkur ekki treyst sem ökumönnum? 1968 varð H dagurinn til... dagurinn sem við breyttum því að keyra vinstra megin yfir til hægri. Það sjálft skapar miklu meiri hættu en beygja til hægri á rauðu. Ég verð að fá að vita rökstuðning fyrir því að þetta er EKKI gert. Hvað finnst ykkur, þarf ekki umferðin að ganga hraðar fyrir sig í þessa litla landi. Það er eins og stórborgarumferð í New York á föstudögum í Reykjavík. Þetta þarf að gang hraðar fyrir sig og þetta er ein lausn af mörgum.

Já, þetta er eins og stórborgarumferð í New York. Þess vegna þurfum við færri bíla - en ekki fleiri ívilnanir fyrir ökumenn.

Ég hef oft velt fyrir mér afhverju við getum ekki skoðað þessa lausn betur. Ég hef sjálfur búið í Bandaríkjunum og þar má beygja til hægri á rauðum ljósum nema annað sé tekið fram. Það búa 318 miljón manns í USA og þetta er ekki að valda neinum vandræðum. Afhverju ætti það að gera það hérna? Bifreiðar hafa þann möguleika að láta umferðina ganga alveg snuðrulaust fyrir sig. Þetta er EKKERT frábrugðið biðskyldu. Stoppar, horfir til vinstri og ferð að stað.

þessi hugmynd gerir ráð fyrir því að eingin sé gangandi eða hjólandi, enda amerísk að uppruna. Ekki þarf að fjölga undanþágum frá almennum reglum til að bæta umferðarmenningu, frekar að herða á þeim sem til eru og fara eftir þeim. Að bíða á rauðu ljósi er þörf áminning til allra um að fara sér hægar.

Það er tímaskekkja að vera að pæla í þessu. Það er búið að banna þetta allstaðar innan ESB og svo eru borgir í USA og Kanada farnar að banna þetta til að vernda gangandi og hjólandi. Að segja síðan að þetta valdi engum vandræðum er einfaldlega rangt. Bara í Toronto er ekið á yfir 500 gangandi vegfarendur árlega af bílum sem eru að beygja til hægri á rauðu, og það eru bara tilvik sem eru tilkynnt til lögreglu.

Umferðin í Reykjavík er nógu slæm þó þessu fríspili verði ekki dreift til ökumanna. Ég hjóla og geng mikið um borgina og oftar en ekki á maður fótum fjör að launa að vera ekki ekinn niður á gatnamótum. Fram kom "líta til vinstri og fara svo af stað" Hvað með að líta í kringum sig? Gangbrautir eru líka þarna, hvað eiga gangandi að gera? Færri gangandi/hjólandi í USA er ein ástæðan að þetta er hægt, hér ættu menn að reyna að fara eftir núgildandi lögum áður en út í svona breytingar verður farið.

Þessi breyting er bæði óþörf og myndi skapa aukna hættu fyrir þá sem ekki eru á bíl.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information