Hagagarður í stað Hagatorgs

Hagagarður í stað Hagatorgs

Útbúa almenningsgarð í stað Hagatorgs. Götur myndu liggja við hlið garðsins hjá Hótel Sögu og Háskólabíói - einfaldar með hraðahindrunum. Garðurinn yrði tún með trjágróðri og bekkjum.

Points

Á þennan hátt má nýta þetta einstaka opna svæði í Vesturbænum fyrir íbúa - og tengja betur gönguleiðir á milli Melaskóla, Hagaskóla og Neskirkju. Mikilvægt er að göturnar við hlið garðsins verði einfaldar og með hraðahindrunum til þess að tryggja að aukin umferð í tengslum við nýjar byggingar Háskóla Íslands (stofnun Vigdísar og íslenskra fræða) fari um Suðurgötu. Það er mikilvægt að umferð í tengslum við nýbyggingarnar þyngi ekki umferð í kringum skólana - og mundi garðurinn hindra það.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information