Leyfa skoðanir á Betri Reykjavík sem rúmast ekki í Haiku
Það nenna kannski einhverjir að skrifa löng rök, en varla nokkur að lesa þau.
Ég er ekki vissum að hægt sé að orða allar góðar hugmyndir, svo vel komist til skila, í þessum Haiku 500 orða kvóta systemi hér. Sumir myndu kannski fá það á tilfinninguna að þetta sé sýndar-beint-lýðræði... því auðvitað skipta 500 orð engu í samanburði við allan þann tíma sem borgarfulltrúar hafa til að skjóta niður hugmyndir , ef þeim sýnist svo. Stækka orða-kvótann og lýðræðiskvótann í leiðinni... vinsamlegast.
Knappt orðalag er skilvirkt og kemur í veg fyrir málalengingar. 500 stafa hámarkið er fyrir hver rök og ætti að duga vel fyrir einstök rök. Ef fólk hefur mörg rök sem það vill koma á framfæri má einfaldlega setja fleiri rök inn.
Mér finnst 500 stafa hámarkið fínt fyrir rök, en ég velti því fyrir mér hvort ekki væri betra að hafa annan reit sem útskýrir hugmyndina. Eins og þetta er í dag, er hugmyndin sett inn sem stök setning. Notendur kjósa svo oft að útskýra hugmyndina frekar í rökdálkunum. Ef þessi "útlistundardálkur" væri til ættu allir notendur að geta breytt innihaldi hans. Raunar finnst mér að allir notendur ættu að geta breytt upphaflegu hugmyndinni líka, sem er ekki hægt í dag. Ef við tökum þessa hugmynd sem dæmi, þá kemur þú henni reyndar vel skiljanlega frá þér í stuttri setningu "Leyfa skoðanir á Betri Reykjavík sem rúmast ekki í Haiku". Hvernig haldið þið að best væri að hafa þetta?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation