Trjágöng sem skjólbelti meðfram hjólreiða- og göngustígum á bersvæðum í borginni

Trjágöng sem skjólbelti meðfram hjólreiða- og göngustígum á bersvæðum í borginni

Gróðursetja ætti tré meðfram hjólreiðastígum (og göngustígum) á bersvæði til að mynda skjólbelti með trjágöngum. Trjágöng brjóta vind almennt og gagnast því sem vindbrjótar, jafnvel þótt vindur standi ekki hornrétt á þau. Reykjavíkurborg á eigin trjárækt og verkefnið þarf því ekki að vera dýrt.

Points

Það er þvílíkur munur að hafa tré við hjólastíga. Tréin veit frábært skjól gegn vind og enn betra vegna rigningu sem gleymist stundum! Læt mynd fylgja af tréi og gangstétt. Takið eftir að gangstéttin er þurr undir trénu.

Mjög gagnlegt á okkar vindasama landi og gerir ferð þeirra nota stígana einnig mun notalegri. Gagnast einnig sem vörn við umferðinni og hávaða.

Snilldar hugmynd, slær margar flugur í einu höggi. Styrkir hjólreiðar sem raunhæfan valkost í samgöngum. Fegrar borgina. Dregur úr þörf á grasslætti. Bindur koltvísýring. Gerir borgina betri að búa í.

Trjárækt hefur gengið gríðarlega vel í Reykjavík undanfarna áratugi vegna hlýnandi veðurs. Tré mynda skjól eftir því sem þau vaxa og bæta veðráttuna í viðkomandi borg, sem eykur enn líkurnar á því að fólk sjái sér hag að nota vistvænar samgöngur á borð við reiðhjól. Trjágöng meðfram hjólastígum bæta verulega aðstæður til hjólreiða í annars vindasömu landi.

Grenitré fara vel í manngerðu umhverfi borgarinnar en eru síðri úti í sérstakri íslenskri náttúru. Veita skjól og eru græn allt árið og engin laufblöð sem stífla niðurföll.

Þetta væri mjög gagnlegt við hjólastíga meðfram stórum umferðaræðum t.d. Sæbraut og Miklubraut. Þar sem umfram vindskjól væri einnig mikill búbót í dempun á hávaða frá bílaumferð. Ég sé líka fyrir mér að tréin myndu bæta loftgæði þar sem þau eru milli göngu/hjólastígs og umferðar. Sjónmengun er svo erfiðara að mæla, en hver vill ekki hafa tré í kringum sig frekar en bíla?

Þar sem gróður dregur til sín eiturefni, svifryk og aðra mengun ætti það að vera sjálfsagt að nota tré og runna til að gera skjólbelti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information