Minngarbekkir til afnota fyrir almenning

Minngarbekkir til afnota fyrir almenning

Skortur er á bekkjum í borginni fyrir vegfarendur til að hvíla sig á. Víða erlendis getur fólk gefið sveitarfélagi sínu bekki í minningu látins ástvinar, til almenningsnota. Tilvalið fyrir þá sem hafa t.d. dreift ösku látins ættingja en vilja þó reisa honum einhverskonar minnisvarða, öðrum til þæginda um leið. Reykjavíkurborg setur reglur um útlit bekkjanna og hvar megi koma þeim fyrir, þar sem jafnræði og smekkur sé haft að leiðarljósi. Mætti líka efna til samkeppni meðal listamanna og hönnuða.

Points

Í Bretlandi eru svona bekkir mjög víða og ég settist á þá marga síðastliðið sumar - jafnvel uppi á miðjum heiðum, á fögrum gönguleiðum. Þetta er snilldarhugmynd, jafnt í borg sem drefibýli.

Þetta er afbragðs góð hugmynd. Ég skil ekki annað en að allir taki henni fagnandi.

Þegar fólk er ekki lengur ungt, getur verið nauðsynegt að tilla sér öðru hvoru á göngu sinni. Annar hættir maður að fara í göngutúr.

þetta er frábær hugmynd og mikilvægt að hafa nóg af bekkjum til að setjast á um allan bæ

Ekki amalegt að hvíla lúin bein hjá ástkærum vini.

Með þessari hugmynd er hægt að fjölka bekkjum fyrir almenning til að hvílast á göngu um borgina og um leið að minnast látins ættingja á fallegan hátt, öðrum til þægindaauka og borginni til góða í þjónustu sinni við borgarana. Einn slíkur bekkur hefur þegar verið leyfður í borgarlandinu. Hann var reistur á sínum tíma í minningu Unu Collins, leikmynda- og búningahöfundar sem hafði auðgað íslenskt leiklistarlíf um áratuga skeið. Sá bekkur er staðsettur við Sæbraut og hefur veitt mörgum gleði.

Fallegir bekkir, gott að hvíla lúin bein

Stórsniðug hugmynd, aldrei of mikið af bekkjum, t.d. brávantar góða bekki á torgið hér við Mjóddina og víðar.

Skemmtileg hefð víða um lönd. Falleg leið til að minnast látinna ástvina og ekki er nú verra að bekkir gagnast gestum og gangandi.

Indælt að geta tillt sér niður og notið þess að virða fyrir sér þessa fallegu borg og það sé á fallegum bekkjum sem gefnir eru af góðum hug til minningar um ástvini 🙂

Það er ekki hraðinn á bílunum sem er stóra vandamálið, það er hraðinn á fólkinu. Það hafa allir gott af að geta tyllt sér niður og andað rólega.

Gaman að þessu. Mig hefur lengi dreymt um slíkt. Myndi gjarnan vilja minnast látinna ástvina með slíku eins og við leikhúsfólk gerðum til minningar um Unu Collins eins og Viðar Eggertsson vitnar ti.

Alltaf þörf á fallegum bekkjum, líka í mínu hverfi. Til að hvílast, njóta og minnast 112 Rvk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information