Laun borgarfulltrúa séu í hlutfalli við lægstu laun
Við sjáum daglega hærra vöruverð og lægri ráðstöfunartekjur einstaklinga - einkum þeirra sem hafa það verst. Ein leið til að bæta þetta er að binda laun stjórnenda við laun þeirra sem hafa minnstar tekjur, öryrkja og verkafólks. Til dæmis hafa þau tvöföld eða svo. Það myndi fljótlega heyrast eitthvað úr því horninu og örugglega myndu lægstu laun hækka mjög fljótt. Eins á ekki að sjá þeim sem hafa hæstu tekjurnar fyrir hlunnindum á borð við bíla, síma og mat. Þeir geta borgað fyrir sig sjálfir.
Ég get ekki séð að það sé neinn skortur á fólki sem vill vera í borgarstjórn og hafa áhrif. Launin skipta þar ekki höfuðmáli. Það er hins vegar gott fyrir þá sem hafa lítil laun að tengja laun stjórnenda við þau - því stjórnendur hafa yfirleitt möguleika á að tosa sín laun upp á við umfram aðra. Þannig getur þessi tenging orðið til þess að hífa aðra upp - þá sem raunverulega þurfa þess með.
Þannig hækka lægstu laun
Þannig hækka lægstu laun
Þannig hækka lægstu laun
Bankarnir okkar eru með sæg af hæfu fólki. Það útskifaðist engin úr háskóla án þess að fá tilboð um vinnu þar. Ég held að þeir hefðu ve rið betur reknir af almúga.
Sammála, finnst reyndar að öll laun eigi að vera hlutfall af framfærslueyri launleysingja. Þannig mætti hugsa sér t.d. fjórfaldan mun.
Hvort það þarf að hækka laun borgarfullltrúa verulega hefur ekkert að gera með það hvort launin séu tengd lægstu launum. Hvað er eðlilegt að borgarfulltrúar fái há laun miðað við lægstu laun 2x, 3x, 4x? :Launin þeirra geta verið endalust há en bara tengd lægstu launum með einhverjum stuðli, hver svo sem hann er.
Laun þurfa að vera þannig að það sé eftirsóknarvert að sækjast eftir þessu starfi, og þá með tilliti til þess að fólk sem hefur menntun og reynslu sjá ástæðu til að sækjast eftir þessu starfi. Við þurfum fólk með reynslu í rekstri inn í borgarstjórn. Það er eina leiðin til að hér verði mjög hæft fólk að störfum eftir nokkur ár.
Fólk á að fara útí pólitík af hugsjón, ekki vegna peninga.
Það er miklu réttara að tengja eitthvað meðal launum í þjóðfélaginu en lágmarkslaunum sem engin fær greitt eftir og hækka í miklum stökkum og mjög sjaldan. Lágmarkslaun á Íslandi hafa aldrei verið notuð neitt að viti og núna sjá atvinnuleysisbætur til þess að velja það verð sem fólk ákveður að vilja vinna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation