gera Arnarhól fallegri..
ekkert verið gert fyrir Arnarhól í mörg ár...margt hægt að gera til þess að fegra hann
Þetta tún inniheldur eitt helsta kennileyti Reykjavíkurborgar. Styttan stendur þarna tignarlega efst á hólnum, en umhverfis hana er ekkert nema göngustígar og hrátt tún. Það getur ekki verið svo kostnaðarsamt að gróðursetja tré & runna umhverfis túnið ásamt því að helluleggja umhverfis það og göngustíga þess til að búa til smá garð og einangrun frá nærliggjandi götum. Sólin skín mjög greiðlega á túnið og er ekkert því til fyrirstöðu að gera þetta smá huggulegt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation